Varúð vegna alvöru Jón Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2009 00:01 Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar