Það sem sameinar Ögmundur Jónasson skrifar 26. júní 2009 06:00 Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun