Einangrun Þorsteins Pálssonar Ögmundur Jónasson skrifar 12. október 2009 06:00 Ögmundur Jónasson svarar grein Þorsteins Pálssonar. Í rökræðu gerist það að menn beiti fyrir sig samlíkingum sem í kjölfarið víkja rökhugsun til hliðar. Frægir heimspekingar hafa verið annálaðir fyrir fimi í þessu efni. Plató tókst að sannfæra marga lesendur sína um réttmæti fámennisstjórnar í þjóðfélagi með samlíkingu við skip í stórsjó. Hásetar á skipi þurfi fortakslaust að hlýða skipunum skipstjórans; ekki síst þegar gefur á. Flestum lesendum Platós þykir þetta vera sannfærandi eða þar til þeir gaumgæfa málið. Þá rennur upp fyrir þeim hið augljósa: Þjóðfélag er ekki skip í stórsjó. Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi „þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt." Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er „háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að kröfur AGS um gjaldeyrisvaraforða, sem kostar skattgreiðendur 20 milljarða á ári, og niðurskurðarkröfur sem gætu þegar til lengri tíma litið, dýpkað kreppuna gagnstætt því sem lagt er upp með, er þá ekki rétt að taka nýja og heillavænlegri stefnu? Mæla ekki rök með því? Þorsteinn Pálsson sakar mig sérstaklega um einangrunarhyggju fyrir að halda þessum sjónarmiðum fram. Nú heyri ég ekki betur en þeim fjölgi óðfluga sem eru á sama máli og ég. Þannig verður ekki betur séð en ég eigi góða samleið með sístækkandi hópi á sama tíma og stefnir í hugmyndalega einangrun Þorsteins Pálssonar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson svarar grein Þorsteins Pálssonar. Í rökræðu gerist það að menn beiti fyrir sig samlíkingum sem í kjölfarið víkja rökhugsun til hliðar. Frægir heimspekingar hafa verið annálaðir fyrir fimi í þessu efni. Plató tókst að sannfæra marga lesendur sína um réttmæti fámennisstjórnar í þjóðfélagi með samlíkingu við skip í stórsjó. Hásetar á skipi þurfi fortakslaust að hlýða skipunum skipstjórans; ekki síst þegar gefur á. Flestum lesendum Platós þykir þetta vera sannfærandi eða þar til þeir gaumgæfa málið. Þá rennur upp fyrir þeim hið augljósa: Þjóðfélag er ekki skip í stórsjó. Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi „þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt." Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er „háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að kröfur AGS um gjaldeyrisvaraforða, sem kostar skattgreiðendur 20 milljarða á ári, og niðurskurðarkröfur sem gætu þegar til lengri tíma litið, dýpkað kreppuna gagnstætt því sem lagt er upp með, er þá ekki rétt að taka nýja og heillavænlegri stefnu? Mæla ekki rök með því? Þorsteinn Pálsson sakar mig sérstaklega um einangrunarhyggju fyrir að halda þessum sjónarmiðum fram. Nú heyri ég ekki betur en þeim fjölgi óðfluga sem eru á sama máli og ég. Þannig verður ekki betur séð en ég eigi góða samleið með sístækkandi hópi á sama tíma og stefnir í hugmyndalega einangrun Þorsteins Pálssonar. Höfundur er alþingismaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun