Körfubolti

Ingi Þór: Johnson var munurinn á liðunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ingi Þór Steinþórsson mætti með Snæfellinga á sinn gamla heimavöll í kvöld.
Ingi Þór Steinþórsson mætti með Snæfellinga á sinn gamla heimavöll í kvöld.

„Tommy Johnson var sjóðheitur í kvöld og mér fannst hann vera munurinn á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að hans lið beið lægri hlut fyrir KR í Iceland Express-deildinni.

Ingi segir að varnarleikur sinna manna hafi ekki verið upp á það besta. „Það var erfitt að spila vörn gegn Johnson svona heitum. En mér fannst við fá á okkur of margar auðveldar körfur."

„Þeir voru alltaf einu og hálfu skrefi á undan okkur," sagði Ingi en Snæfell var án tveggja sterkra leikmanna í kvöld. Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sigurður Þorvaldsson léku ekki með vegna meiðsla.

„Við eigum þá inni og það er vonandi að þetta grói hjá þeim yfir hátíðarnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×