Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 20:45 Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar. Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15 Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15
Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira