Körfubolti

Nick Bradford hitti allstaðar í gær - skotkort kappans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford var frábær í sigri Grindavíkur í DHL-höllinni.
Nick Bradford var frábær í sigri Grindavíkur í DHL-höllinni. Mynd/Daníel

Nick Bradford átti frábæran leik með Grindavík í 3. leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í gær. Grindavík vann leikinn 107-94 og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Nick Bradford skoraði 47 stig í leiknum og hitti úr 18 af 27 skotum sínum þar af 5 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði 38 stig í fyrsta leiknum á móti KR og hefur því skorað 42,5 stig að meðaltali í DHL-Höllinni í lokaúrslitunum.

Þegar skotkort Nick í leiknum er skoðað betur sést það að hann var að hitta allstaðar af vellinum. Það skipti ekki máli hvort það var fyrir utan þriggja stiga línuna, hægra eða vinstra megin við körfuna eða inn í teig.

Grænu punktarnir á skotkortinu, hér fyrir neðan, sýna körfurnar sem Nick Bradford skoraði í leiknum en rauðu punktarnir eru hinsvegar skotin sem mistókust hjá honum.





Stig og skot Nick Bradford eftir leikhlutum í leiknum:

1. leikhluti - 15 stig, hitti úr 6 af 10 skotum (60 prósent)

2. leikhluti - 9 stig, hitti úr 4 af 6 skotum (67 prósent)

3. leikhluti - 12 stig, hitti úr 4 af 6 skotum (67 prósent)

4. leikhluti - 11 stig, hitti úr 4 af 5 skotum (80 prósent)

Fyrri hálfleikur - 24 stig, hitti úr 10 af 16 skotum (63 prósent)

Seinni hálfleikur - 23 stig, hitti úr 8 af 11 skotum (73 prósent)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×