Toppsæti Pepsi-deildar kvenna er í húfi í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals heimsækja Blikastúlkur á Kópavogsvöll en leikurinn hefst kl. 18.
Liðin eru efst og jöfn fyrir leikinn með 22 stig eftir níu umferðir en markatala Valsstúlkna er töluvert hagstæðari.
Breiðablik vann hins vegar fyrri leik liðanna á Vodafonevellinum, 2-3, með tveimur mörkum í uppbótartíma og það má því búast við spennandi leik aftur í kvöld. Fólk er því hvatt til þess að fjölmenna á völlinn.