Kári: Ekki í handbolta til að meiða menn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 16:45 Kári Kristján Kristjánsson í leiknum í gær. Mynd/Stefán Kári Kristján Kristjánsson neitar því að hann hafi viljandi gefið Sigurði Eggertssyni olnbogaskot í leik Hauka og Vals í gær. Sigurður rifbeinsbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með Val í úrslitakeppninni. Haukar unnu í gær fimm marka sigur á Val, 29-24, og tóku þar með 1-0 forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla. „Ég gerði þetta ekki viljandi," sagði Kári Kristján í samtali við Vísi. „Ég hringdi í hann eftir leik og bað hann afsökunar á þessu en ég er ekki í handbolta til að meiða aðra leikmenn. Það græðir enginn á því." „Sigurður er gríðarlega snöggur leikmaður og mín fyrstu viðbrögð voru að lyfta hendinni í hann. Það er leiðinlegt að þetta hafi farið svona." „Ég var ekki að einsetja mér að meiða hann né nokkurn annan enda spila ég ekki þannig." „Þetta var gríðarlega harður leikur á báða bóga. Við höfum fengið þann stimpil á okkur undanfarnar vikur að við séum grófir en ég vil ekki taka undir það. Við spilum bara þétt og fast." „Mér fannst Valsararnir spila líka virkilega fast og þýðir ekkert að fela sig á bakvið annað. Hvað þá að benda á Haukana." Kári á þó von á því að vera í strangri gæslu þeirra dómara sem koma til með að dæma næsta leik. „Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ eflaust eitt eða tvö blikk frá dómurunum." „En við ætlum ekki að hörfa frá vegna einhverra umræðana. Við stefnum á að vinna alla leiki og það kemur ekki til með að breytast á morgun." Næsti leikur liðanna í rimmunni verður í Vodafone-höllinni annað kvöld. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson neitar því að hann hafi viljandi gefið Sigurði Eggertssyni olnbogaskot í leik Hauka og Vals í gær. Sigurður rifbeinsbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með Val í úrslitakeppninni. Haukar unnu í gær fimm marka sigur á Val, 29-24, og tóku þar með 1-0 forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla. „Ég gerði þetta ekki viljandi," sagði Kári Kristján í samtali við Vísi. „Ég hringdi í hann eftir leik og bað hann afsökunar á þessu en ég er ekki í handbolta til að meiða aðra leikmenn. Það græðir enginn á því." „Sigurður er gríðarlega snöggur leikmaður og mín fyrstu viðbrögð voru að lyfta hendinni í hann. Það er leiðinlegt að þetta hafi farið svona." „Ég var ekki að einsetja mér að meiða hann né nokkurn annan enda spila ég ekki þannig." „Þetta var gríðarlega harður leikur á báða bóga. Við höfum fengið þann stimpil á okkur undanfarnar vikur að við séum grófir en ég vil ekki taka undir það. Við spilum bara þétt og fast." „Mér fannst Valsararnir spila líka virkilega fast og þýðir ekkert að fela sig á bakvið annað. Hvað þá að benda á Haukana." Kári á þó von á því að vera í strangri gæslu þeirra dómara sem koma til með að dæma næsta leik. „Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ eflaust eitt eða tvö blikk frá dómurunum." „En við ætlum ekki að hörfa frá vegna einhverra umræðana. Við stefnum á að vinna alla leiki og það kemur ekki til með að breytast á morgun." Næsti leikur liðanna í rimmunni verður í Vodafone-höllinni annað kvöld.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08