Síðari leikir 16-liða úrslita UEFA-bikarkeppninnar fóru fram í kvöld og var lítið um óvænt úrslit.
Danska liðið Álaborg viðheldur heiðri Norðurlandanna í keppninni en liðið vann í kvöld 3-1 sigur á Deportivo á heimavelli og samanlagt 6-1.
Eitt Íslendingalið var eftir í keppninni en Twente frá Hollandi, lið Bjarna Þórs Viðarssonar, fór illa að ráði sínu er það tapaði fyrir Marseille á heimavelli, 1-0.
Twente vann fyrri leikinn í Frakklandi, 1-0, og þurfti því að framlengja leikinn. Ekkert mark var skorað en þeir frönsku fögnuðu sigri í vítaspyrnukeppninni, 7-6.
Tvö ítölsk lið af þremur féllu úr leik í kvöld - Fiorentina og AC Milan. Udinese komst hins vegar áfram eftir 2-1 sigur á Lech Poznan frá Póllandi á heimavelli í kvöld.
Tvö spænsk lið voru eftir í keppninni en féllu bæði úr leik. Deportivo sem fyrr segir og Valencia sem gerði nokkuð óvænt 2-2 jafntefli við Dynamo Kiev á heimavelli í kvöld. Kænugarðsmenn komust áfram á fleiri útivallarmörkum.
Hamburg komst örugglega áfram eftir 1-0 sigur á NEC Nijmegen á heimavelli og 4-0 samanlagðan sigur. Landar þeirra í Wolfsburg og Stuttgart féllu hins vegar úr leik.
Úrslit kvöldins (feitletruð lið komust áfram):
CSKA Moskva - Aston Villa 2-0Metalist - Sampdoria 2-0
Hamburg - NEC 1-0
Twente - Marseille 0-1
Wolfsburg - PSG 1-3
Galatasaray - Bordeaux 4-3
AC Milan - Werder Bremen 2-2
Ajax - Fiorentina 1-1
Manchester City - FCK 2-1
Standard Liege - Braga 1-1
Stuttgart - Zenit 1-1
Udinese - Lech Poznan 2-1
St. Etienne - Olympiakos 2-1
Deportivo - Álaborg 1-3
Tottenham - Shaktar Donetsk 1-1
Valencia - Dynamo Kiev 2-2