Körfubolti

Axel Kárason ætlar að spila í sinni heimasveit í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason í leik með Skallagrími.
Axel Kárason í leik með Skallagrími. Mynd/Valli

Axel Kárason hefur ákveðið að spila með Tindastól í Iceland Express deildinni á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Tindastóls í dag. Axel er öflugur leikmaður og styrkir Stólana mikið.

Axel var við nám í dýralækningum í Ungverjalandi síðasta vetur en kom heim um tíma og lék fimm leiki með Tindastól. Þar á undan lék hann í þrjú tímabil með Skallagrími. Axel er hinsvegar uppalinn í herbúðum Tindastóls og lék einnig 105 úrvalsdeildarleiki með meistaraflokki félagsins frá 2000 til 2005.

Axel er þriðji heimamaðurinn sem er kominn aftur í sína heimasveit og ætlar að spila með Tindastól á næsta tímabili. Hinir tveir, Friðrik Hreinsson og Helgi Freyr Margeirsson, komu einnig til liðsins um mitt tímabil síðasta vetur og hafa tilkynnt að þeir verði um kyrrt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×