Fótbolti

Barcelona búið að loka buddunni í sumar?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Txiki Begiristain og Pep Guardiola.
Txiki Begiristain og Pep Guardiola. Nordic photos/AFP

Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, gaf sterkar vísbendingarum að félagið ætli að setja traust sitt á unga og uppalda leikmenn í stað þess að kaupa meira í sumar.

Fastlega var búist við því að Börsungar myndu kaupa einn til tvo nýja leikmenn í sumar sér í lagi eftir að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola kvartaði yfir því að leikmannahópur sinn væri of þunnskipaður.

„Ef þú tekur ungu leikmennina ekki með í dæmið þá er hægt að segja að leikmannahópur okkar sé ef til vill þunnskipaður. En ef við kaupum ekki meira þá er það bara út af því að við höfum trú á því að uppaldir leikmenn félagsins geti stigið upp og leyst þau hlutverk sem lögð eru á borðið fyrir þá," segir Begiristain í viðtali á opinberri heimasíðu Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×