Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum.
Farsímafyrirtækin auglýsa ótrúlega mikið á hverjum einasta degi. En þar er ákaflega erfitt að finna út hvaða fyrirtæki býður bestu verðin. Hvar sé best að vera í áskrift. Við rýndum því í verðskránna og gerðum samanburð.
Við skulum byrja á að skoða mánaðargjald áskriftarinnar. Gjaldið sem greitt er hver mánaðarmót óháð notkun. Ódýrasta áskriftin er 490 kall á mánuði.
Því næst skulum við skoða upphafsgjaldið. Gjald sem tekið er fyrir hvert einasta símtal sem þú hringir óðháð lengd. Ódýrasta upphafsgjaldið er 4,9 krónur en það eru nokkur fyrirtæki á því róli.
Mínútugjaldið er stórt atriði en það er mikilvægt að muna að gjaldið er mismundi eftir því hvort þú sért að hringja í einhvern hjá sama símafyrirtæki og þú ert sjálfur hjá eða ekki.
Þannig er mínútuverðið innan kerfis ókeypis hjá Nova en rúmur tíkall hjá flestum öðrum.
Mínútuverðið utan kerfis er hins vegar að meðaltali ódýrast hjá Símanum eða 11,9 krónur.
Það sama gildir um smáskilaboð og símtöl. Verðið ræðst af því hvort þú sért að senda smáskilaboð í síma sem er hjá sama fyrirtæki og þú ert hjá eða ekki.
Smáskilaboð innan kerfis er ókeypis hjá Nova en kostar tæpan tíkall hjá Tali.
Utan kerfis er ódýrast að senda smáskilaboð hjá Tali en það munar tíu aurum á Tali og Nova.
Þessi tafla segir þó ekki endilega alla söguna. Póst og fjarskiptastofnun hefur nefnilega tekið saman áskriftarleiðir símafyrirtækjanna og keyrt þær saman við svokallaða meðaltalsnotkun. Stofnunin er að setja saman reiknivél fyrir neytendur sem þeir geta svo notað til að finna út hvaða áskriftarleið hentar best.
Þrenns konar módel voru keyrð saman við áskriftarleiðir farsímafyrirtækjanna.
Hvert og eitt táknaði meðalnotkun einstaklings sem notar farsímann sinn lítið, í meðallagi mikið og mjög mikið.
Samkvæmt útreikningum Póst og fjarskiptastofnunnar var ódýrast fyrir alla þrjá notendurna að vera í áskrift hjá Símanum
Nova kemur næst á eftir, þá Tal en Vodafone áskriftirnar voru óhagstæðastar í öllum þremur tilfellum.
Síminn ódýrastur
Andri Ólafsson skrifar
Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent


Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent