Síminn ódýrastur Andri Ólafsson skrifar 25. nóvember 2009 19:15 Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum. Farsímafyrirtækin auglýsa ótrúlega mikið á hverjum einasta degi. En þar er ákaflega erfitt að finna út hvaða fyrirtæki býður bestu verðin. Hvar sé best að vera í áskrift. Við rýndum því í verðskránna og gerðum samanburð. Við skulum byrja á að skoða mánaðargjald áskriftarinnar. Gjaldið sem greitt er hver mánaðarmót óháð notkun. Ódýrasta áskriftin er 490 kall á mánuði. Því næst skulum við skoða upphafsgjaldið. Gjald sem tekið er fyrir hvert einasta símtal sem þú hringir óðháð lengd. Ódýrasta upphafsgjaldið er 4,9 krónur en það eru nokkur fyrirtæki á því róli. Mínútugjaldið er stórt atriði en það er mikilvægt að muna að gjaldið er mismundi eftir því hvort þú sért að hringja í einhvern hjá sama símafyrirtæki og þú ert sjálfur hjá eða ekki. Þannig er mínútuverðið innan kerfis ókeypis hjá Nova en rúmur tíkall hjá flestum öðrum. Mínútuverðið utan kerfis er hins vegar að meðaltali ódýrast hjá Símanum eða 11,9 krónur. Það sama gildir um smáskilaboð og símtöl. Verðið ræðst af því hvort þú sért að senda smáskilaboð í síma sem er hjá sama fyrirtæki og þú ert hjá eða ekki. Smáskilaboð innan kerfis er ókeypis hjá Nova en kostar tæpan tíkall hjá Tali. Utan kerfis er ódýrast að senda smáskilaboð hjá Tali en það munar tíu aurum á Tali og Nova. Þessi tafla segir þó ekki endilega alla söguna. Póst og fjarskiptastofnun hefur nefnilega tekið saman áskriftarleiðir símafyrirtækjanna og keyrt þær saman við svokallaða meðaltalsnotkun. Stofnunin er að setja saman reiknivél fyrir neytendur sem þeir geta svo notað til að finna út hvaða áskriftarleið hentar best. Þrenns konar módel voru keyrð saman við áskriftarleiðir farsímafyrirtækjanna. Hvert og eitt táknaði meðalnotkun einstaklings sem notar farsímann sinn lítið, í meðallagi mikið og mjög mikið. Samkvæmt útreikningum Póst og fjarskiptastofnunnar var ódýrast fyrir alla þrjá notendurna að vera í áskrift hjá Símanum Nova kemur næst á eftir, þá Tal en Vodafone áskriftirnar voru óhagstæðastar í öllum þremur tilfellum. Aurum Holding málið Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum. Farsímafyrirtækin auglýsa ótrúlega mikið á hverjum einasta degi. En þar er ákaflega erfitt að finna út hvaða fyrirtæki býður bestu verðin. Hvar sé best að vera í áskrift. Við rýndum því í verðskránna og gerðum samanburð. Við skulum byrja á að skoða mánaðargjald áskriftarinnar. Gjaldið sem greitt er hver mánaðarmót óháð notkun. Ódýrasta áskriftin er 490 kall á mánuði. Því næst skulum við skoða upphafsgjaldið. Gjald sem tekið er fyrir hvert einasta símtal sem þú hringir óðháð lengd. Ódýrasta upphafsgjaldið er 4,9 krónur en það eru nokkur fyrirtæki á því róli. Mínútugjaldið er stórt atriði en það er mikilvægt að muna að gjaldið er mismundi eftir því hvort þú sért að hringja í einhvern hjá sama símafyrirtæki og þú ert sjálfur hjá eða ekki. Þannig er mínútuverðið innan kerfis ókeypis hjá Nova en rúmur tíkall hjá flestum öðrum. Mínútuverðið utan kerfis er hins vegar að meðaltali ódýrast hjá Símanum eða 11,9 krónur. Það sama gildir um smáskilaboð og símtöl. Verðið ræðst af því hvort þú sért að senda smáskilaboð í síma sem er hjá sama fyrirtæki og þú ert hjá eða ekki. Smáskilaboð innan kerfis er ókeypis hjá Nova en kostar tæpan tíkall hjá Tali. Utan kerfis er ódýrast að senda smáskilaboð hjá Tali en það munar tíu aurum á Tali og Nova. Þessi tafla segir þó ekki endilega alla söguna. Póst og fjarskiptastofnun hefur nefnilega tekið saman áskriftarleiðir símafyrirtækjanna og keyrt þær saman við svokallaða meðaltalsnotkun. Stofnunin er að setja saman reiknivél fyrir neytendur sem þeir geta svo notað til að finna út hvaða áskriftarleið hentar best. Þrenns konar módel voru keyrð saman við áskriftarleiðir farsímafyrirtækjanna. Hvert og eitt táknaði meðalnotkun einstaklings sem notar farsímann sinn lítið, í meðallagi mikið og mjög mikið. Samkvæmt útreikningum Póst og fjarskiptastofnunnar var ódýrast fyrir alla þrjá notendurna að vera í áskrift hjá Símanum Nova kemur næst á eftir, þá Tal en Vodafone áskriftirnar voru óhagstæðastar í öllum þremur tilfellum.
Aurum Holding málið Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira