KR aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2009 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson átti góðan leik gegn Stjörnunni í kvöld. Mynd/Arnþór Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Keflvíkingar héldu í vonir sínar um að ná í þrijða sæti deildarinnar með sigri á bikarmeisturum Stjörnunnar, 96-84, í Garðabæ og þá vann Þór afar mikilvægan sigur á Tindastóli, 105-102. Þór er þar með komið með tíu stig og heldur því enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni þó vonin sé vissulega veik. Í Garðabænum byrjaði Keflavík betur í kvöld og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn voru ekki að skjóta vel en náðu þó að hanga í Keflvíkingum. Staðan í hálfleik var 49-40, Keflavík í vil, eftir að Stjarnan náði mest að minnka muninn í eitt stig. Annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta en Stjarnan skoraði átján stig á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks og náðu aftur að minnka muninn í eitt stig. Keflvíkingar reyndu að hrista heimamenn aftur af sér en ekkert gekk. Það var svo bakvörðurinn Kjartan Atli Kjartansson sem kom Stjörnumönnum sex stigum yfir með því að setja niður þrjá þrista í röð. Stjörnumenn leiddu með einu stigi í upphafi lokaleikhlutans, 69-68, en þá skoruðu Keflvíkingar fyrstu sex stig leikhlutans og litu aldrei til baka. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist þegar fjórar mínútur voru eftir og jók þá muninn í tólf stig, 88-76. Þar með var sigurinn í raun tryggður. Hörður Axel skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson átján og Sverrir Sverrisson sautján. Hjá Stjörnunni var Kjartan Atli stigahæstur með 20 stig og Justin Shouse skoraði átján. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti í Njarðvík og voru með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn hægt og rólega en náðu þó aldrei að ógna öruggri forystu KR-inga. Staðan í hálfleik var 53-43, KR í vil, og sá munur jókst svo í síðari hálfleik. Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 30 stig, Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 og Jason Dourisseau nítján. Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Keflavík, Friðrik Stefánsson átján og Heath Sitton sautján. Þór var sömuleiðis með undirtökin í sínum leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Munurinn í hálfleik var ekki nema fjögur stig, 56-52, en sá munur jókst í níu stig þegar síðasti leikhlutinn hófst. Heimamenn neituðu að játa sig minnkuðu muninn í tvö stig, 99-97, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komst Tindastóll ekki og Þórsarar fögnuðu mikilvægum sigri, 105-102. Óðinn Ásgeirsson skoraði 26 stig fyrir Þór og tók þrettán fráköst. Konrad Tota kom næstur með 25 en þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson voru með átján hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgirsson stigahæstur með 28 stig en Helgi Rafn Margeirsson kom næstur með 22. KR er sem fyrr segir í efsta sæti deildairnnar með 36 stig, tveimur meira en Grindavík. Keflavík er í fjórða sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Snæfelli. Stjarnan og ÍR eru bæði með 16 stig í 6.-7. sæti og Tindastóll, FSu og Breiðablik með fjórtán í 8.-10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti