Opið bréf til Katrínar Júlíusdóttur Stefán Jón Hafstein skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun