Fótbolti

Maradona leggur forráðamönnum Atletico línurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, er afar ósáttur við forráðamenn Atletico Madrid þar sem tengdasonur hans, Sergio Aguero, spilar.

Maradona segir að það sé forráðamönnum félagsins hollast að eyða peningum og styrkja liðið. Annars sé Aguero farinn.

„Ef þeir ætla að ná því besta úr Sergio þá verður félagið að vera með lið í kringum hann sem er í einhverju gæðaflokki. Sergio á það skilið. Ef ekki þá verður félagið að sleppa honum því annars á hann á hættu að staðna sem knattspyrnumaður," sagði Maradona ákveðinn en hann tjáði sig einnig um Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

„Ronaldo gerði ótrúlega hluti hjá Man. Utd en Messi veldur meiri usla. Boltinn er límdur við tærnar á honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×