Körfubolti

Grindvíkingar hafa lítið ráðið við Fannar í DHL-Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR.
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. Mynd/Daníel

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-inga, hefur leikið mjög vel í heimaleikjunum í Grindavík í vetur en KR-liðið hefur unnið þá alla. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

Fannar hefur skorað 15,0 stig og tekið 7,3 fráköst á aðeins 26,0 mínútum í leik í þremur leikjum á móti Grindavík í Frostaskjólinu og er í þriðja sæti í framlagi af öllum leikmönnum KR og Grindavíkur í þremur innbyrðisleikjum liðanna í DHL-Höllinni.

Fannar hefur hitt úr 64,3 prósent skota sinna auk þess að setja niður 9 af 10 vítum sínum. Fannar hefur þegar betur er að gáð hitt úr 16 af síðasta 21 skoti sínu á móti Grindavík í DHL-Höllinni.

Fannar hefur í raun bætt sig með hverjum leik KR og Grindavíkur í DHL-Höllinni í vetur. Fannar var með 8 stig og 7 fráköst í fyrsta leiknum, með 15 stig og 9 fráköst í öðrum leiknum og svo með 22 stig og 6 fráköst í sigri KR í fyrsta leik lokaúrslitanna.

Framlag Fannars skiptir KR-inga miklu mál sem sést kannski að einhverju leiti í því að hann hefur "aðeins" skorað 7,0 stig og tekið 4,5 fráköst á móti Grindavík í Röstinni en KR hefur tapað báðum þeim leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×