Körfubolti

Hlynur með bestu frammistöðuna í 9. umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson hefur spilað vel í vetur.
Hlynur Bæringsson hefur spilað vel í vetur. Mynd/Anton

Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar karla í 9. umferð sem lauk í gær. Hlynur fékk 35 í framlagseinkunn fyrir leik Snæfells í Grindavík en það dugði þó ekki Hólmurum sem töpuðu með einu stigi, 94-95, eftir framlengdan leik.

Hlynur var með 23 stig, 13 fráköst, 5 stolna bolta, 2 stoðsendingar og 2 varin skot í leiknum á móti Grindavík en hann hitti úr 7 af 11 skotum sínum og setti niður 8 af 12 vítum.

Fjölnismaðurinn Christopher Smith varð í 2. sæti en hann fékk 33 framlagsstig fyrir frammistöðu sína á móti ÍR en líkt og hjá Hlyn þá dugði það ekki til sigurs. Smith var með 27 stig, 15 fráköst og 71 prósent skotnýtingu í leiknum.

Marvin Valdimarsson kom síðan í þriðja sætinu með 30 framlagsstig en hann var með 35 stig og 10 fráköst í sigri Hamars á Breiðabliki í Hveragerði.

Hæsta framlagið í 9. umferð Iceland Express deildar karla:

1. Hlynur Bæringsson, Snæfelli 35 (tap á móti Grindavík)

2. Christopher Smith, Fjölni 33 (tap á móti ÍR)

3. Marvin Valdimarsson, Hamar 30 (sigur á móti Breiðabliki)

4. Amani Bin Daanish, Tindastóli 29 (sigur á móti FSu)

5. Justin Shouse, Stjörnunni 28 (sigur á móti KR)

6. Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli 26 (tap á móti Grindavík)

7. Svavar Birgsson, Tindastóli 23 (sigur á móti FSu)

8. Jeremy Caldwell, Breiðabliki 22 (tap á móti Hamar)

9. Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni 21 (sigur á móti KR)

9. Ólafur Ólafsson, Grindavík 21 (sigur á móti Snæfelli)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×