Körfubolti

Páll Axel er 60% af sjálfum sér

Páll Axel er hér til varnar í fyrsta leik KR og Grindavíkur
Páll Axel er hér til varnar í fyrsta leik KR og Grindavíkur Mynd/Daníel
"Páll er auðvitað fjarri því að vera orðinn góður, en við notum hann eitthvað í kvöld og reynum að fá eitthvað frá honum," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur þegar Vísir spurði hann út í heilsufar fyrirliðans Páls Axels Vilbergssonar.

Páll Axel á við hnémeiðsli að stríða og gat lítið beitt sér í fyrsta leiknum gegn KR. Hann verður með í leiknum í Grindavík klukkan 19:15 í kvöld.

"Eins og sást í síðasta leik er hann ekki nema einhver 60% af sjálfum sér enn. Maður vonast bara að serían dragist á langinn svo hann komist í betri og betri gír. Löppin á honum er ekkert að versna þó hann spili og á að verða betri eftir því sem lengra líður. Páll hefur auðvitað lítið sem ekkert spilað í þrjár vikur svo hann vantar nokkuð upp á leikformið," sagði Friðrik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×