Körfubolti

Arnar Freyr sker sig úr í Grindavíkurliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Jónsson var í sigurliði í einvíginu gegn Snæfelli í úrslitakeppninni í fyrra.
Arnar Freyr Jónsson var í sigurliði í einvíginu gegn Snæfelli í úrslitakeppninni í fyrra. Mynd/Anton

Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport.

Þrátt fyrir að lykilleikmenn Grindavíkur hafi ekki spilað með sama liðinu í fyrra eiga þeir það allir sameiginlegt að hafa mætt Snæfelli í úrslitakeppninni í fyrra. Aðeins einn þeirra kom sigri hrósandi út úr einvígi á móti Snæfelli í fyrra - Arnar Freyr Jónsson.

Snæfell mætti Suðurnesjaliðum í öllum umferðum úrslitakeppninnar í fyrra, vann Njarðvík 2-0 í 8 liða úrslitunum, vann Grindavík 3-1 í undanúrslitum og tapaði síðan 0-3 fyrir Keflavík í lokaúrslitunum. Brenton Birmingham og Arnar Freyr Jónsson voru ekki með Grindavík í fyrra, Brenton lék með Njarðvík og Arnar Freyr var í herbúðum Keflvíkinga.

Brenton tapaði 0-2 með Njarðvík í átta liða úrslitunum þar sem hann náði aðeins að skora samtals 18 stig á 77 mínútum í tveimur leikjum og klikkaði á 20 af 27 skotum sínum. Brenton nýtti aðeins 1 af 14 þriggja stiga skotum sínum og ætlar örugglega að bæta fyrir þetta einvígi í ár.

Arnar Freyr fagnaði 3-0 sigri með Keflavík í lokaúrslitunum þar sem hann var með 3,0 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali á 21,0 mínútu í leik. Arnar Freyr hitti reyndar aðeins úr 3 af 12 skotum sínum en hann var með 18 stoðsendingar á aðeins 63 mínútum (11,4 stoðs. á hverjar 40 mín.) og tapaði bara 6 boltum sem þýðir að hann gaf 3 stoðsendingar á hvern tapaðan bolta.

Þeir Páll Axel Vilbergsson, Þorleifur Ólafsson, Páll Kristinsson og Helgi Jónas Guðfinnsson spiluð allir í meira en 100 mínútur í undanúrslitaeinvíginu gegn Snæfelli í fyrra og var Páll Kristinsson með hæsta framlagið af þeim eða 14,5 framlagsstig í leik. Páll Axel var stigahæstur þeirra með 14,8 stig í leik.

Það vekur nokkra athygli að þessir fjórir leikmenn komust aðeins 18 sinnum á vítalínuna á samanlagt 504 mínútum í þessum fjórum leikjum. Páll Axel sem spilaði í 149 mínútur í einvíginu tók sem aðeins bara 2 vítaskot í 4 leikjum sem er skrítin tala fyrir jafnöflugan sóknarmanna eins og hann.

Frammistaðan gegn Snæfell í úrslitakeppninni í fyrra:

Sigurleikir

Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 3 af 3

Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík 1 af 4

Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 1 af 4

Þorleifur Ólafsson, Grindavík 1 af 4

Páll Kristinsson, Grindavík 1 af 4

Brenton Birmingham, Njarðvík 0 af 2

Framlag í leik

Páll Kristinsson, Grindavík 14,5

Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 13,8

Þorleifur Ólafsson, Grindavík 11,8

Brenton Birmingham, Njarðvík 11,5

Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík 11,3

Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 8,3

Stig í leik

Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 14,8

Þorleifur Ólafsson, Grindavík 11,3

Páll Kristinsson, Grindavík 9,8

Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík 9,3

Brenton Birmingham, Njarðvík 9,0

Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 3,0

Skotnýting

Páll Kristinsson, Grindavík 54,8% (17 af 31)

Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 42,6% (23 af 54)

Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík 39,4% (13 af 33)

Þorleifur Ólafsson, Grindavík 34,0% (18 af 53)

Brenton Birmingham, Njarðvík 25,9% (7 af 27)

Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 25,0% (3 af 12)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×