Íslenski boltinn

Jafnt í Akureyrarslagnum - ÍA vann fyrsta sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Vilhelm Ákason tryggði ÍA sigur á Haukum í kvöld.
Jón Vilhelm Ákason tryggði ÍA sigur á Haukum í kvöld. Mynd/Daníel

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld, Þór og KA gerðu 1-1 jafntefli í 1. riðli og ÍA vann 2-1 sigur á Haukum í 4. riðli.

Skagamenn voru búnir að tapa fyrstu þremur leikjum sínum í Lengjubikarnum fyrir leikinn í kvöld og þeir lentu 1-0 undir þegar Pétur Örn Gíslason skoraði fyrir Hauka. Það var hinsvegar Jón Vilhelm Ákason sem tryggði sínum mönnum fyrsta sigurinn með tveimur mörkum í sitt hvorum hálfleik. Sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok.

Jóhann Helgi Hannesson tryggði Þór 1-1 jafntefli í Akureyrarslag Þórs og KA í Boganum eftir að Dean Martin, spilandi þjálfari KA-manna, hafði komið sínu liði yfir. Jöfnunarmark Jóhanns Helga kom í lok leiksins. Þór eru nú komið með 4 stig í 1. riðli en þetta var fyrsta stig KA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×