Slitastjórn Kaupþings ræður PwC til rannsóknarvinnu Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 13:30 Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga. Síðastliðið haust réð skilanefnd Kaupþings að beiðni Fjármálaeftirlitsins (FME) endurskoðunarfyrirtækið PwC til að kanna hvort bankinn eða aðilar tengdir honum hefðu á síðustu vikunum fyrir fall bankans vikið frá innri reglum hans eða brotið gegn reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti eða almennum hegningarlögum. Ítarlegri úttekt var skilað til FME 30. desember 2008 og hefur sú úttekt þegar orðið grundvöllur frekari rannsókna. Jafnframt hafa embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis fengið aðgang að úttektinni. Auk fyrrnefndrar úttektar hefur mikið starf verið unnið af hálfu skilanefndar og starfsfólks hennar sem mun nýtast við undirbúning riftunarmála slitastjórnar. Kaupþing hefur verið í greiðslustöðvun frá 24. nóvember 2008. Slitastjórn bankans var skipuð 25. maí síðastliðinn. Verkefni slitastjórnar er meðal annars að kanna alla löggerninga og ráðstafanir í rekstri bankans í samræmi við riftunarákvæði gjaldþrotaskiptalaga.Viðamikil rannskókn sem nær allt að tvö ár aftur í tímann Um er að ræða viðamikla rannsókn þar sem farið verður yfir bókhald bankans og löggerninga allt að tvö ár aftur í tímann en þess má geta að færslur í bókhaldi bankans voru margar milljónir á mánuði. Helstu ráðstafanir sem koma til skoðunar eru: Lánveitingar, innlán, afleiðuviðskipti, verðbréfaviðskipti, fjármagnshreyfingar milli fyrirtækja og landa, flóknir fjármálagerningar, starfsmannatengdar greiðslur og viðskipti. Sérstaklega verða skoðuð viðskipti við nákomna aðila í skilningi gjaldþrotaskiptalaganna, stærstu hluthafa bankans, helstu stjórnendur, innherja og fleiri. Reiknað er með því að fjöldi starfsmanna PwC komi að rannsókninni sem og starfsmenn slitastjórnar og skilanefndar. Sérfræðiteymi frá PwC á Bretlandi kemur að rannsókninni frá upphafi. Ólafur Garðarson hrl. er aðstoðarmaður greiðslustöðvunar Kaupþings og á sæti í slitastjórn bankans: „Við höldum áfram þeirri vinnu sem skilanefndin hóf í haust. Stefnan er að skoða allt ofan í kjölinn en við gerum okkur grein fyrir því að umfangið er mikið. Samt sem áður er ætlunin að fara fram með fyrstu riftunarmálin í haust. Jafnframt verður eftir atvikum málum vísað til sérstaks saksóknara eða lögregluyfirvalda." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga. Síðastliðið haust réð skilanefnd Kaupþings að beiðni Fjármálaeftirlitsins (FME) endurskoðunarfyrirtækið PwC til að kanna hvort bankinn eða aðilar tengdir honum hefðu á síðustu vikunum fyrir fall bankans vikið frá innri reglum hans eða brotið gegn reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti eða almennum hegningarlögum. Ítarlegri úttekt var skilað til FME 30. desember 2008 og hefur sú úttekt þegar orðið grundvöllur frekari rannsókna. Jafnframt hafa embætti sérstaks saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis fengið aðgang að úttektinni. Auk fyrrnefndrar úttektar hefur mikið starf verið unnið af hálfu skilanefndar og starfsfólks hennar sem mun nýtast við undirbúning riftunarmála slitastjórnar. Kaupþing hefur verið í greiðslustöðvun frá 24. nóvember 2008. Slitastjórn bankans var skipuð 25. maí síðastliðinn. Verkefni slitastjórnar er meðal annars að kanna alla löggerninga og ráðstafanir í rekstri bankans í samræmi við riftunarákvæði gjaldþrotaskiptalaga.Viðamikil rannskókn sem nær allt að tvö ár aftur í tímann Um er að ræða viðamikla rannsókn þar sem farið verður yfir bókhald bankans og löggerninga allt að tvö ár aftur í tímann en þess má geta að færslur í bókhaldi bankans voru margar milljónir á mánuði. Helstu ráðstafanir sem koma til skoðunar eru: Lánveitingar, innlán, afleiðuviðskipti, verðbréfaviðskipti, fjármagnshreyfingar milli fyrirtækja og landa, flóknir fjármálagerningar, starfsmannatengdar greiðslur og viðskipti. Sérstaklega verða skoðuð viðskipti við nákomna aðila í skilningi gjaldþrotaskiptalaganna, stærstu hluthafa bankans, helstu stjórnendur, innherja og fleiri. Reiknað er með því að fjöldi starfsmanna PwC komi að rannsókninni sem og starfsmenn slitastjórnar og skilanefndar. Sérfræðiteymi frá PwC á Bretlandi kemur að rannsókninni frá upphafi. Ólafur Garðarson hrl. er aðstoðarmaður greiðslustöðvunar Kaupþings og á sæti í slitastjórn bankans: „Við höldum áfram þeirri vinnu sem skilanefndin hóf í haust. Stefnan er að skoða allt ofan í kjölinn en við gerum okkur grein fyrir því að umfangið er mikið. Samt sem áður er ætlunin að fara fram með fyrstu riftunarmálin í haust. Jafnframt verður eftir atvikum málum vísað til sérstaks saksóknara eða lögregluyfirvalda."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira