Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 12:36 Hörður Magnússon. „Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Sjá meira
„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Sjá meira