Fótbolti

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur ekki gengið alltof vel hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í íslenska landsliðinu á þessu ári.
Það hefur ekki gengið alltof vel hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í íslenska landsliðinu á þessu ári. Mynd/Daníel
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu datt niður um fimm sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast. Spánverjar endurheimtu toppsæti listans en þar voru Brasilíumenn síðast.

Ísland byrjaði árið í 80. sæti, fór niður í 75. sæti en hefur farið lægst í 96. sæti. Katar, Írak, Senegal, Sambía og Sýrland eru í næstu sætum fyrir ofan Ísland en í næstu sætum fyrir neðan eru

Moldavía, Angóla, Malaví og Kúba.

Ísland er í 40. sæti meðal Evrópuþjóða en sex Evrópuþjóðir féllu niður um fleiri sæti en Ísland að þessu sinni. Það voru Tékkland (-8), Norður-Írland (-9), Bosnía (-9), Hvíta-Rússland (-7), Georgía (-9) og Liechtenstein (-9).

Spánverjar eru í fyrsta sæti listans, Brasilíumenn eru í öðru sæti og Hollendingar eru í því þriðja. Portúgalir hækkuðu sig mest af efstu liðunum en þeir fóru úr 10. sæti upp í 5. sæti. Heimsmeistarar Ítala eru fyrir ofan þá í 4. sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×