Stýrivextir og stjórnvöld Már Wolfgang Mixa skrifar 16. maí 2009 06:00 Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun VI. Sköpunarsaga þjóðsögu – plottið í Síðumúla raunar hápólitískt Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur.
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun