Fótbolti

Barcelona er næst á dagskránni hjá Alcorcon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Alcorcon fagna í gær.
Leikmenn Alcorcon fagna í gær.

Spænska neðrideildarliðið Alcorcon skráði sig heldur betur í sögubækurnar í gær er liðið sló stórlið Real Madrid út úr spænsku bikarkeppninni.

Alcorcon vann fyrri leikinn 4-0 og tapaði svo aðeins 1-0 á Santiago Bernabeau í gær.

„Þetta var magnað og við munum aldrei gleyma þessu það sem eftir er af ævi okkar," sagði Sergio Mora, leikmaður Alcorcon.

„Útsýnið inn á Bernabeau er ótrúlegt. Það var ótrúlegt að taka þátt í þessu því við vorum að skrifa söguna. Ég held ég muni ekki átta mig almennilega á því hvað gerðist fyrr en síðar."

Ævintýri liðsins heldur áfram en liðið mætir Barcelona í næstu umferð.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×