Fótbolti

Barcelona ætlar að berjast fyrir Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / AFP

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir á ákvörðun verði tekin með vorinu hvort félagið ætli að gera Arsenal tilboð í Cesc Fabregas.

Fabregas hóf að æfa með Barcelona sem unglingur en gekk svo í raðir Arsenal sextán ára. Hann er nú fyrirliði og lykilmaður liðsins.

Spænskir og enskir fjölmiðlar hafa hins vegar verið duglegir að orða Fabregas aftur við Börsunga. Enska blaðið The Sun segir Barcelona reiðubúið að bjóða 40 milljónir punda í kappann.

„Það eru margar ástæður fyrir því að við höfum áhuga á Cesc Fabregas," er haft eftir Laporta í blaðinu. „Barcelona hefur ákveðið að berjast fyrir stráknum fyrir næsta tímabil."

„Við munum svo ákveða í lok mars hvað við ætlum að bjóða mikið í hann. Cesc er frábær leikmaður og ætlum við að reyna að sannfæra Lundúnarliðið um að selja okkur hann. Það verður ekki auðvelt en við eigum í góðu sambandi við Arsenal."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×