Föðurlönd og fósturlönd Þorvaldur Gylfason skrifar 15. október 2009 06:00 Um miðja 19. öld voru Íslendingar 60.000 að tölu. Aðeins rösklega helmingur barna náði fimm ára aldri, hin dóu. Ísland var þá á þennan kvarða eins og fátækustu lönd Afríku eru nú. Mannfjöldinn náði 70.000 árið 1870 og hafði þá aðeins ríflega tvöfaldazt frá 930, þegar landið þótti fullnumið. 1870 hófust skipulegar vesturferðir Íslendinga til Bandaríkjanna og Kanada. Áður höfðu nokkrir Íslendingar farið til Júta í Bandaríkjunum og til Brasilíu. Vesturferðirnar drógu úr mannfjölgun, og fólkinu fækkaði sum árin. Mannfjöldinn 1890 var enn 70.000. Tveggja áratuga fólksfjölgun hafði farið forgörðum. Amma mín var þá á fermingaraldri. Alls fóru um 15.000 manns vestur um haf í leit að betra lífi 1870-1914, röskur fimmtungur allra Íslendinga 1870, og er þá frá talið fólkið, sem sneri aftur heim. Til samanburðar fluttist um fjórðungur Svía vestur um haf, ein milljón af fjórum. Þetta voru erfið ár af völdum eldgosa, hallæris og þrúgandi fátæktar. Vesturferðirnar vöktu heitar ástríður og deilur. Ýmsum þeirra, sem eftir sátu, þóttu fólksflutningarnir draga þrótt úr landinu. En Íslendingabyggðirnar vestan hafs efldu og stækkuðu Ísland að ýmsu leyti. Íslenzk menning skaut djúpum rótum einkum í Kanada. Vikublaðið Heimskringla var stofnað í Winnipeg 1886 og Lögberg 1888. Þeim var slegið saman 1959. Lögberg-Heimskringla kemur enn út, hálfsmánaðarlega, á ensku, elzt íslenzkra blaða. Líkneski Einars Jónssonar af Jóni Sigurðssyni forseta stendur við þinghúsið í Winnipeg líkt og á Austurvelli. Vestur-Íslendingar skipta nú hundruðum þúsunda. OrðasmiðurFrægastur þeirra allra var bóndinn og skáldið Stephan G. Stephansson. Hann var um tvítugt, þegar hann fluttist með bláfátækri fjölskyldu sinni úr Bárðardal fyrst til Bandaríkjanna 1873 og síðan til Kanada 1889, þar sem hann reisti sér býli við rætur Klettafjalla og bjó til æviloka 1927. Hann stritaði á daginn og orti á kvöldin og hafði mynd af Jóni forseta yfir skrifborði sínu. Húsið hans og Helgu konu hans nálægt bænum Markerville í Albertu er nú safn og opið almenningi á sumrin. Kvæði Stephans G. eru mikil að vöxtum og skipa honum í sveit með hinum tveim höfuðskáldum Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, séra Matthíasi Jochumssyni og Einari Benediktssyni. Stephan G. orti öðrum þræði til að bæta og fegra heiminn af svipaðri ástríðu og Einar Benediktsson. Hann var jafnaðarmaður líkt og Einar og Þorsteinn Erlingsson, svo sem kvæði þeirra bera með sér. Hann var lýðræðissinni og bjó til orðið lýðræði. Hann vildi bæði virkja fossa eins og Einar og vernda þá eins og Þorsteinn, taldi hvort tveggja kleift í senn, væri rétt að farið. Hann var hlynntur frjálsum viðskiptum líkt og Jón forseti. Hann lagði jafna rækt við hagkvæmni og réttlæti, svo sem hann lýsir í drögum til ævisögu sinnar 1922 líkt og nútímamaður haldi á penna: „„Lýðræði", sem er hreint og beint, hefir þann kost yfir annað fyrirkomulag, að það er eins konar alþýðuskóli mannanna í að búa saman sem sanngjarnast og hagfelldast. Gerir auðvitað glappaskot, og þau kannske grimmileg, en getur ekki slengt skuldinni af sér á „æðri völd". Verður sjálft að duga eða drepast á eigin ábyrgð." Hann skrifar vini sínum Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót 1915 um íslenzk stjórnmál: „Þessi heimsku-leynd með það, sem hvern mann í landinu varðar og enginn hefir því einkarétt til að geyma, er heimssiður, en stjórnarbölvun og leiðir frá lýðræði lengra en nokkuð annað, þar sem þjóðræði á að heita í orði kveðnu. Mig furðar, ef sæmilegir menn, sem með lands síns erindi fara, sjá þetta ekki, því þögn um þjóðvandamál er enginn drengskapur." Að elska löndStephan G. Stephansson unni báðum ættarlöndum sín, föðurlandinu og fósturlandinu, og mærði þau bæði í kvæðum sínum og ræðum. Hann stóðst erfiða áskorun. Ást hans á Íslandi byrgði honum ekki sýn á kosti nýrra heimkynna. Vaxandi fjöldi nútímafólks stendur frammi fyrir áþekkri áskorun, þar er það eyðir hluta ævinnar fjarri föðurlandinu, ýmist af fúsum, glöðum og frjálsum vilja eða illri nauðsyn, svo sem nú blasir við mörgum Íslendingum í kreppunni. Mannfjöldi Íslands minnkaði lítils háttar 2009 í fyrsta skipti frá 1889. Þeir, sem hyggjast nú leggja nýtt land undir fót, mega gjarnan hugleiða lífsskoðun Stephans G. Stephanssonar. Nýleg ævisaga hans eftir Viðar Hreinsson bókmenntafræðing er til í tveim bindum, Landneminn mikli (2002) og Andvökuskáld (2003). Áður hafði Sigurður Nordal prófessor skrifað bókarlangan formála að úrvali úr kvæðasafni Stephans G. Andvökum 1939. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um miðja 19. öld voru Íslendingar 60.000 að tölu. Aðeins rösklega helmingur barna náði fimm ára aldri, hin dóu. Ísland var þá á þennan kvarða eins og fátækustu lönd Afríku eru nú. Mannfjöldinn náði 70.000 árið 1870 og hafði þá aðeins ríflega tvöfaldazt frá 930, þegar landið þótti fullnumið. 1870 hófust skipulegar vesturferðir Íslendinga til Bandaríkjanna og Kanada. Áður höfðu nokkrir Íslendingar farið til Júta í Bandaríkjunum og til Brasilíu. Vesturferðirnar drógu úr mannfjölgun, og fólkinu fækkaði sum árin. Mannfjöldinn 1890 var enn 70.000. Tveggja áratuga fólksfjölgun hafði farið forgörðum. Amma mín var þá á fermingaraldri. Alls fóru um 15.000 manns vestur um haf í leit að betra lífi 1870-1914, röskur fimmtungur allra Íslendinga 1870, og er þá frá talið fólkið, sem sneri aftur heim. Til samanburðar fluttist um fjórðungur Svía vestur um haf, ein milljón af fjórum. Þetta voru erfið ár af völdum eldgosa, hallæris og þrúgandi fátæktar. Vesturferðirnar vöktu heitar ástríður og deilur. Ýmsum þeirra, sem eftir sátu, þóttu fólksflutningarnir draga þrótt úr landinu. En Íslendingabyggðirnar vestan hafs efldu og stækkuðu Ísland að ýmsu leyti. Íslenzk menning skaut djúpum rótum einkum í Kanada. Vikublaðið Heimskringla var stofnað í Winnipeg 1886 og Lögberg 1888. Þeim var slegið saman 1959. Lögberg-Heimskringla kemur enn út, hálfsmánaðarlega, á ensku, elzt íslenzkra blaða. Líkneski Einars Jónssonar af Jóni Sigurðssyni forseta stendur við þinghúsið í Winnipeg líkt og á Austurvelli. Vestur-Íslendingar skipta nú hundruðum þúsunda. OrðasmiðurFrægastur þeirra allra var bóndinn og skáldið Stephan G. Stephansson. Hann var um tvítugt, þegar hann fluttist með bláfátækri fjölskyldu sinni úr Bárðardal fyrst til Bandaríkjanna 1873 og síðan til Kanada 1889, þar sem hann reisti sér býli við rætur Klettafjalla og bjó til æviloka 1927. Hann stritaði á daginn og orti á kvöldin og hafði mynd af Jóni forseta yfir skrifborði sínu. Húsið hans og Helgu konu hans nálægt bænum Markerville í Albertu er nú safn og opið almenningi á sumrin. Kvæði Stephans G. eru mikil að vöxtum og skipa honum í sveit með hinum tveim höfuðskáldum Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, séra Matthíasi Jochumssyni og Einari Benediktssyni. Stephan G. orti öðrum þræði til að bæta og fegra heiminn af svipaðri ástríðu og Einar Benediktsson. Hann var jafnaðarmaður líkt og Einar og Þorsteinn Erlingsson, svo sem kvæði þeirra bera með sér. Hann var lýðræðissinni og bjó til orðið lýðræði. Hann vildi bæði virkja fossa eins og Einar og vernda þá eins og Þorsteinn, taldi hvort tveggja kleift í senn, væri rétt að farið. Hann var hlynntur frjálsum viðskiptum líkt og Jón forseti. Hann lagði jafna rækt við hagkvæmni og réttlæti, svo sem hann lýsir í drögum til ævisögu sinnar 1922 líkt og nútímamaður haldi á penna: „„Lýðræði", sem er hreint og beint, hefir þann kost yfir annað fyrirkomulag, að það er eins konar alþýðuskóli mannanna í að búa saman sem sanngjarnast og hagfelldast. Gerir auðvitað glappaskot, og þau kannske grimmileg, en getur ekki slengt skuldinni af sér á „æðri völd". Verður sjálft að duga eða drepast á eigin ábyrgð." Hann skrifar vini sínum Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót 1915 um íslenzk stjórnmál: „Þessi heimsku-leynd með það, sem hvern mann í landinu varðar og enginn hefir því einkarétt til að geyma, er heimssiður, en stjórnarbölvun og leiðir frá lýðræði lengra en nokkuð annað, þar sem þjóðræði á að heita í orði kveðnu. Mig furðar, ef sæmilegir menn, sem með lands síns erindi fara, sjá þetta ekki, því þögn um þjóðvandamál er enginn drengskapur." Að elska löndStephan G. Stephansson unni báðum ættarlöndum sín, föðurlandinu og fósturlandinu, og mærði þau bæði í kvæðum sínum og ræðum. Hann stóðst erfiða áskorun. Ást hans á Íslandi byrgði honum ekki sýn á kosti nýrra heimkynna. Vaxandi fjöldi nútímafólks stendur frammi fyrir áþekkri áskorun, þar er það eyðir hluta ævinnar fjarri föðurlandinu, ýmist af fúsum, glöðum og frjálsum vilja eða illri nauðsyn, svo sem nú blasir við mörgum Íslendingum í kreppunni. Mannfjöldi Íslands minnkaði lítils háttar 2009 í fyrsta skipti frá 1889. Þeir, sem hyggjast nú leggja nýtt land undir fót, mega gjarnan hugleiða lífsskoðun Stephans G. Stephanssonar. Nýleg ævisaga hans eftir Viðar Hreinsson bókmenntafræðing er til í tveim bindum, Landneminn mikli (2002) og Andvökuskáld (2003). Áður hafði Sigurður Nordal prófessor skrifað bókarlangan formála að úrvali úr kvæðasafni Stephans G. Andvökum 1939.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun