Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember.
Þetta hefur Sam Watson, sem var staðgengill sendiherra Bandaríkjanna hér á landi meðan enginn gegndi því embætti, eftir Össuri að loknum viðræðum þeirra.- gb