Skoðun

Meirihluti presta ætlar að gifta

Sunnudagurinn 27. júní er hátíðisdagur. Þá fær hjónabandið meira vægi og verður réttlátari stofnun. Hjónaband, sáttmáli tveggja einstaklinga. Við erum prestar sem fögnum þessum tímamótum og erum stoltar af því að vera Íslendingar. Við erum líka stoltar af því að tilheyra Þjóðkirkjunni og þar fagnar meirihluti presta, guðfræðinga og djákna nýjum lögum með okkur.

Það er eðlilegt að í kirkjunni séu skoðanir skiptar eins og annars staðar. Þjóðkirkjan endurspeglar margbreytileg viðhorf. Prestar eru vissulega ekki sammála um allt. Það hefur verið klifað á því á kaffistofum, í fjölmiðlum og í bloggheimum að „ótrúlegur fjöldi presta ætli ekki að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband". Þetta er ekki rétt.

Eftir mikil skoðanaskipti á prestastefnu í vor var gerð könnun meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar um afstöðu þeirra til einna hjúskaparlaga.

Niðurstaðan er að meirihluti presta styður þá útvíkkun hjónabandsskilningsins og mun því gefa saman fólk af sama kyni. Í mörgum söfnuðum Þjóðkirkjunnar verður guðsþjónusta sunnudagsins á einhvern hátt tileinkuð þessari lagabreytingu og hægt er að finna upplýsingar um þær á heimasíðu guðfræðinga, djákna og presta sem styðja ein hjúskaparlög. Vefslóðin er einhjuskaparlog.tumblr.com/

Fögnum og gleðjumst yfir mikilvægum áfanga í átt að réttlátara samfélagi.








Skoðun

Sjá meira


×