Fótbolti

Chelsea að nálgast Yaya Toure

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Yaya Toure er mögulega á leið til Englands.
Yaya Toure er mögulega á leið til Englands.
Yaya Toure, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið frá Börsungum en hann hefur verið orðaður við Arsenal nýverið en nú virðist sem Chelsea ætli að krækja í leikmanninn. Toure spilaði lítið á tímabilinu sem er að ljúka og Pep Guardiola, þjálfari liðsins, kaus að nota frekar aðra leikmenn á miðjunni sem þýðir að Toure er ansi aftarlega í goggunarröðinni hjá þjálfaranum. „Ef að Chelsea vill fá Toure, af hverju ætti hann þá ekki að fara þangað?," sagði umboðsmaður hans við Daily Mirror. „Toure er búinn að spila lítið á þessu tímabili og Guardiola hefur kosið að nota aðra fram yfir hann og besta lausnin er sennilega að hann yfirgefi félagið. Hann hefur gert upp hug sinn og er 90% ákveðinn í því að fara frá Spáni," bætti umboðsmaður hans við. Yaya Toure var sagður hluti af samningstilboði Barcelona sem félagið átti að hafa gert í stjörnuleikmann Arsenal, Cesc Fabregas. „Hann er með góð laun hjá Barca en hann vill ekki þéna peninga og sofna á bekknum. Sumir leikmenn myndu sætta sig við slíkt en hann er ekki þannig gerður. Ef að hann yfirgefur Barcelona þá er ljóst að þeir átta sig á því hvað þeir voru að missa."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×