Sigurður Pétursson: Dýrafjarðargöng aftur á áætlun 30. apríl 2010 09:24 Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng.Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu. Fullyrða má að Dýrafjarðargöng eru forsenda fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandisheiði sameinar byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opinberar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Á hinn bóginn er ljóst að frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélagi Vestfjarða dýr og um leið samfélaginu öllu.Í áskorun Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til Alþingis er jafnframt minnt á þá staðreynd að miðað við samgönguáætlun og þær framkvæmdir sem nú eru í gangi á Norðausturlandi, má segja að innan tveggja ára verði allir þéttbýliskjarnar á landinu komnir með nútímasamgöngur milli héraða nema Vesturbyggð og Tálknafjörður, sem búa munu enn við hálfrar aldar vegakerfi, hvort heldur leiðin liggur í norður eða suður. Þetta er ástand sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur sagt að stjórnvöld ættu að biðja íbúana afsökunar á. Nú reynir á efndirnar.Framkvæmdir á veginum milli Flókalundar og Bjarkalundar og framlög til Dýrafjarðarganga eru forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum. Nú er að duga eða drepast. Við Vestfirðingar látum það ekki yfir okkur ganga að vera settir aftast í röðina einu sinni enn. Krafan er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng.Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu. Fullyrða má að Dýrafjarðargöng eru forsenda fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandisheiði sameinar byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opinberar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Á hinn bóginn er ljóst að frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélagi Vestfjarða dýr og um leið samfélaginu öllu.Í áskorun Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til Alþingis er jafnframt minnt á þá staðreynd að miðað við samgönguáætlun og þær framkvæmdir sem nú eru í gangi á Norðausturlandi, má segja að innan tveggja ára verði allir þéttbýliskjarnar á landinu komnir með nútímasamgöngur milli héraða nema Vesturbyggð og Tálknafjörður, sem búa munu enn við hálfrar aldar vegakerfi, hvort heldur leiðin liggur í norður eða suður. Þetta er ástand sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur sagt að stjórnvöld ættu að biðja íbúana afsökunar á. Nú reynir á efndirnar.Framkvæmdir á veginum milli Flókalundar og Bjarkalundar og framlög til Dýrafjarðarganga eru forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum. Nú er að duga eða drepast. Við Vestfirðingar látum það ekki yfir okkur ganga að vera settir aftast í röðina einu sinni enn. Krafan er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun!
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun