Utan vallar: Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. september 2010 08:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum. Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Sjá meira
Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að komast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikjum og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auðveldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítugum skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árangur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á teningnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hún er örugglega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjaldfella A-landsliðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árangur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum.
Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Sjá meira