Íslenski boltinn

Víkingur í úr­slit Bose-bikarsins eftir sigur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valdimar Þór skoraði eitt marka kvöldsins.
Valdimar Þór skoraði eitt marka kvöldsins.

Víkingar fara í úrslit á Bose-mótinu annað árið í röð eftir góðan 4-1 sigur á Fylki í kvöld.

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði gegn sínum gömlu félögum og þá skoruðu Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen sitthvort markið. Fjórða mark Víkinga var sjálfsmark Fylkismanns og ekki liggur fyrir á samfélagsmiðlum Víkings hver skoraði mark gestanna í Víkinni.

Fyrir höfðu Víkingar unnið ÍA 5-3 í sama þriggja liða B-riðli mótsins og hafa þeir með þeim tveimur sigrum tryggt sæti sitt í úrslitaleik mótsins.

Víkingur vann mótið í fyrra eftir sigur á KR í úrslitum og getur því varið titil sinn.

Stjarnan og KR mætast í lokaleik A-riðils mótsins á laugardaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×