Engin transfita 9. nóvember 2010 06:00 Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun