Sautján veigamiklar ástæður hrunsins 16. júní 2010 06:00 Rannsóknarskýrslan var mjög góð kortlagning á viðskipta- og stjórnmálaumhverfi liðinna ára. Hér verða taldar til margar ástæður hrunsins, margar með innbyrðis tengsl. 1. Mannauður og mannval: Mannaráðningar hafa í gegnum tíðina oft verið B ráðningar. Þar sem fólk er ráðið á grundvelli af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi í stað hæfis. 2. Eftirlit og eftirlitsstofnanir: Skortur hefur verið á nægjanlega öflugu Fjármálaeftirliti, samkeppnis- og skattaeftirliti. Jafnframt vantar eðlilegar reglur og ramma sem stuðla að heilbrigðara viðskiptalífi og varna kennitöluflakki og þvíumlíku. 3. Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í: Í þjóðareðlinu og meðal ráðamanna er tilhneiging til að byrgja brunninn þegar hann er tekinn að fyllast af börnum. Aðgerðir oft eftirábyggjandi í stað fyrirbyggjandi. 4. Eigendur, bankastjórar og stjórnir bankanna eru ábyrgir: Eigendur banka létu bankana lána fyrirtækjum sínum gríðarlegar upphæðir. Þannig voru lán til ákveðinna fyrirtækjablokka jafnvel yfir 50% af eiginfjárgrunni ákveðins banka. 5. Ákveðnir lögfræðingar og endurskoðendur eru ábyrgir: Þeir sem gengu erinda eigenda banka og stórfyrirtækja. 6. Aðferðafræði við yfirtöku ríkisins á Glitni banka: Mörgu var ábótavant, einkum fagmennska, og keðjuverkun átti sér stað. Þó sýnir skýrslan að bönkunum varð ekki bjargað á þessum tímapunkti. 7. Stjórnmálamenn brugðust: Stjórnmálamenn eiga að setja heilbrigðar leikreglur fyrir samfélagið og sjá til þess að til staðar sé stjórnsýsla fyrir góða framkvæmd þeirra. Ljóst er að þeir brugðust, og þarf að taka upp betri aðferðafræði hjá þeim. 8. Hamfarir og fjármálakreppa sem riðu yfir alþjóða hagkerfið einkum haustið 2008: Bankakerfið í okkar litla og opna hagkerfi, með veikum gjaldmiðli, var gríðarlega stórt hlutfall af landsframleiðslu eða um 12,5 sinnum. Gjaldmiðillinn var, og er mjög veikur og minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Slíkt er ekki ávísun á stöðugleika. Þegar fjármálakreppan reið yfir var það berskjaldað. 9. Ekki hlustað á trúverðuga erlenda sérfræðinga: Góðar greiningar þeirra voru rakkaðar niður af stjórnmálamönnum sem og fjölmiðlum, sem meðal annars voru í eigu eigenda bankanna. 10. Fjölmiðlafrumvarpið: Það verður að segjast að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér varðandi ákveðna þætti fjölmiðlafrumvarpsins, þó annað hafi verið gallað. Eignarhald ákveðinna aðila á fjölmiðlum er ein af ástæðum andvaraleysis þeirra. Þeir gátu haft mikil áhrif á almenningsálitið og sveigt það að sér. 11. Menntun og fjármálalæsi ábótavant: Almenningur var oft auðvelt fórnarlamb fjármálastofnana þegar kom að óskynsamlegum lántökum. 12. Tímaleysi og áróður: Fólki var talin trú um að Íslendingar væru svo afskaplega ríkir! Höfundur skrifaði grein um þá hagfræðilegu blekkingu í Morgunblaðinu árið 2006 undir nafninu „Íslendingar sjötta ríkasta þjóð í heimi". Þar kemur fram að mikil vinna og vinnuframlag hefur hér mest að segja. 13. Skortur á ákveðnu viðskiptasiðferði og skattfræði: Gráa svæðið var stórt, menn komust upp með ótrúlega hluti í viðskiptaumhverfinu. Hluti almennings virtist og virðist einnig ekki gera sér grein fyrir til hvers það er að greiða skatta. 14. Hagstjórn ábótavant, einkum frá árinu 2000 auk veikrar stjórnsýslu: Þensluhvetjandi aðgerðir, skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum og ýmis hagfræðileg lögmál í raun brotin. Að mörgu leyti var um að ræða gervihagvöxt keyrðan upp með lántökum. 15. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans: Aðferðafræði sem beitt var og hverjir voru handvaldir sem kaupendur. Forkastanleg vinnubrögð sem meðal annars urðu til þess að formaður einkavæðingarnefndar sagði upp stöðu sinni með orðunum „Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum." 16. Þjóðhagsstofnun var lögð niður: Um var að ræða hlutlausan greiningaraðila. Í staðinn tóku greiningardeildir bankanna við spám! 17. Gjafakvótakerfið: Aðferðafræði og framkvæmdin. Höfundur er þó ekki á móti kvóta á aðgengi að fiskimiðum, enda málið skylt þar sem fjöldi útgerðarmanna er í ættbálki mínum við nyrsta odda landsins. Undirritaður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir hönd hins nýja Íslands, enda býr mikill kraftur og áræði í þjóðinni. Þó er þörf á langtímastefnumótun, fyrirbyggjandi aðgerðum og öguðum vinnubrögðum. Auk þess siðfræðikennslu, minnkun efnishyggju, beitingu réttrar aðferðafræði og innrætingu ábyrgðarkenndar - sér í lagi hjá karlmönnum. Þá er mikilvægt að grunnþekking fjármála og hagfræði sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Fjöldi fólks og fjölskyldna á um sárt höfuð að binda sökum atriða hér talin upp í greininni. Á blogginu hakonthor.blog.is, hefur verið farið ítarlegar í saumana á einstökum atriðum hér, m.a. í áður birtum greinum í blöðum eða á vef. Einnig er þessi grein þar í aðeins lengri útgáfu. Höfundi er mikið í mun að þeir útrásargemlingar og aðrir sem tekið hafa peninga frá þjóðinni greiði sem allra mest til baka. Það kýs ég enn frekar en að þeir sitji í lengri tíma á kostnað skattgreiðenda á hvíldarheimilum svo sem Kvíabryggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Rannsóknarskýrslan var mjög góð kortlagning á viðskipta- og stjórnmálaumhverfi liðinna ára. Hér verða taldar til margar ástæður hrunsins, margar með innbyrðis tengsl. 1. Mannauður og mannval: Mannaráðningar hafa í gegnum tíðina oft verið B ráðningar. Þar sem fólk er ráðið á grundvelli af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi í stað hæfis. 2. Eftirlit og eftirlitsstofnanir: Skortur hefur verið á nægjanlega öflugu Fjármálaeftirliti, samkeppnis- og skattaeftirliti. Jafnframt vantar eðlilegar reglur og ramma sem stuðla að heilbrigðara viðskiptalífi og varna kennitöluflakki og þvíumlíku. 3. Byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í: Í þjóðareðlinu og meðal ráðamanna er tilhneiging til að byrgja brunninn þegar hann er tekinn að fyllast af börnum. Aðgerðir oft eftirábyggjandi í stað fyrirbyggjandi. 4. Eigendur, bankastjórar og stjórnir bankanna eru ábyrgir: Eigendur banka létu bankana lána fyrirtækjum sínum gríðarlegar upphæðir. Þannig voru lán til ákveðinna fyrirtækjablokka jafnvel yfir 50% af eiginfjárgrunni ákveðins banka. 5. Ákveðnir lögfræðingar og endurskoðendur eru ábyrgir: Þeir sem gengu erinda eigenda banka og stórfyrirtækja. 6. Aðferðafræði við yfirtöku ríkisins á Glitni banka: Mörgu var ábótavant, einkum fagmennska, og keðjuverkun átti sér stað. Þó sýnir skýrslan að bönkunum varð ekki bjargað á þessum tímapunkti. 7. Stjórnmálamenn brugðust: Stjórnmálamenn eiga að setja heilbrigðar leikreglur fyrir samfélagið og sjá til þess að til staðar sé stjórnsýsla fyrir góða framkvæmd þeirra. Ljóst er að þeir brugðust, og þarf að taka upp betri aðferðafræði hjá þeim. 8. Hamfarir og fjármálakreppa sem riðu yfir alþjóða hagkerfið einkum haustið 2008: Bankakerfið í okkar litla og opna hagkerfi, með veikum gjaldmiðli, var gríðarlega stórt hlutfall af landsframleiðslu eða um 12,5 sinnum. Gjaldmiðillinn var, og er mjög veikur og minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Slíkt er ekki ávísun á stöðugleika. Þegar fjármálakreppan reið yfir var það berskjaldað. 9. Ekki hlustað á trúverðuga erlenda sérfræðinga: Góðar greiningar þeirra voru rakkaðar niður af stjórnmálamönnum sem og fjölmiðlum, sem meðal annars voru í eigu eigenda bankanna. 10. Fjölmiðlafrumvarpið: Það verður að segjast að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér varðandi ákveðna þætti fjölmiðlafrumvarpsins, þó annað hafi verið gallað. Eignarhald ákveðinna aðila á fjölmiðlum er ein af ástæðum andvaraleysis þeirra. Þeir gátu haft mikil áhrif á almenningsálitið og sveigt það að sér. 11. Menntun og fjármálalæsi ábótavant: Almenningur var oft auðvelt fórnarlamb fjármálastofnana þegar kom að óskynsamlegum lántökum. 12. Tímaleysi og áróður: Fólki var talin trú um að Íslendingar væru svo afskaplega ríkir! Höfundur skrifaði grein um þá hagfræðilegu blekkingu í Morgunblaðinu árið 2006 undir nafninu „Íslendingar sjötta ríkasta þjóð í heimi". Þar kemur fram að mikil vinna og vinnuframlag hefur hér mest að segja. 13. Skortur á ákveðnu viðskiptasiðferði og skattfræði: Gráa svæðið var stórt, menn komust upp með ótrúlega hluti í viðskiptaumhverfinu. Hluti almennings virtist og virðist einnig ekki gera sér grein fyrir til hvers það er að greiða skatta. 14. Hagstjórn ábótavant, einkum frá árinu 2000 auk veikrar stjórnsýslu: Þensluhvetjandi aðgerðir, skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum og ýmis hagfræðileg lögmál í raun brotin. Að mörgu leyti var um að ræða gervihagvöxt keyrðan upp með lántökum. 15. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans: Aðferðafræði sem beitt var og hverjir voru handvaldir sem kaupendur. Forkastanleg vinnubrögð sem meðal annars urðu til þess að formaður einkavæðingarnefndar sagði upp stöðu sinni með orðunum „Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum." 16. Þjóðhagsstofnun var lögð niður: Um var að ræða hlutlausan greiningaraðila. Í staðinn tóku greiningardeildir bankanna við spám! 17. Gjafakvótakerfið: Aðferðafræði og framkvæmdin. Höfundur er þó ekki á móti kvóta á aðgengi að fiskimiðum, enda málið skylt þar sem fjöldi útgerðarmanna er í ættbálki mínum við nyrsta odda landsins. Undirritaður leyfir sér að vera bjartsýnn fyrir hönd hins nýja Íslands, enda býr mikill kraftur og áræði í þjóðinni. Þó er þörf á langtímastefnumótun, fyrirbyggjandi aðgerðum og öguðum vinnubrögðum. Auk þess siðfræðikennslu, minnkun efnishyggju, beitingu réttrar aðferðafræði og innrætingu ábyrgðarkenndar - sér í lagi hjá karlmönnum. Þá er mikilvægt að grunnþekking fjármála og hagfræði sé hluti af námi bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Fjöldi fólks og fjölskyldna á um sárt höfuð að binda sökum atriða hér talin upp í greininni. Á blogginu hakonthor.blog.is, hefur verið farið ítarlegar í saumana á einstökum atriðum hér, m.a. í áður birtum greinum í blöðum eða á vef. Einnig er þessi grein þar í aðeins lengri útgáfu. Höfundi er mikið í mun að þeir útrásargemlingar og aðrir sem tekið hafa peninga frá þjóðinni greiði sem allra mest til baka. Það kýs ég enn frekar en að þeir sitji í lengri tíma á kostnað skattgreiðenda á hvíldarheimilum svo sem Kvíabryggju.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar