„All out of luck“ í Leifsstöð 16. apríl 2010 06:00 Hreindís Ylfa og Selma Björnsdóttir Rifu sig upp eldsnemma í flug til London en gripu í tómt eins og margir aðrir sem ætluðu frá Leifsstöð í gær til Evrópu. Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Englandi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. „Það þýðir ekkert að pirra sig. Þetta eru bara náttúruhamfarir,“ sagði Selma Björnsdóttir söngkona sem var meðal fjölmargra sem ekki komust í flug frá landinu í gær vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Um ellefu hundruð manns voru þegar mest lét í Leifsstöð í gærmorgun en fólkinu fækkaði þar jafnt og þétt eftir því sem ljósara varð að flugvellir á áfangastöðum þess í Evrópu myndu haldast lokaðir. Með Selmu í för var söngkonan unga Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm sem var á leið í inntökupróf í leiklistarskóla í London. „Síðasti prufudagurinn er á morgun [í dag],“ sagði Hreindís, sem var enn vongóð þar sem hún stóð í röð með Selmu til að láta endurbóka flug sitt. „Það er ekkert annað hægt að gera en að taka þessu með ró. Hvað á maður að gera annað?“ sagði Selma sem sjálf er á leið í leikstjóranám í Bristol. „Ég er nú ekki í neinni hættu með það þótt ég hafi reyndar ætlað að nota helgina til að finna íbúð. Þetta kemur aðallega illa við hana sem er að fara í inntökupróf á morgun og búin að undirbúa sig og borga miða,“ sagði Selma og benti á Hreindísi. Um klukkustund síðar höfðu þær bókað flug út á sunnudag og inntökuprófið úr sögunni. Heppnin var ekki með þeim þennan dag. gar@frettabladid.is Marleen Kaag Hollenska stúlkan Marleen Kaag býr í London og var strandaglópur eftir vikufrí á Íslandi. Marleen sagðist á leið á Nordica Hotel á kostnað Icelandair. Monika Krumlová og Petr Kruml Þessi tékknesku feðgin höfðu ferðast um Ísland og Grænland og biðu þolin-móð eftir flugi til Kaupmannahafnar þaðan sem þau ætluðu heim til Prag. Gerplustelpur Hópur fimleikastúlkna, meðal annars frá Selfossi og Kópavogi, var á leið á Norðurlandamót í Finnlandi. Gerplustúlkur brugðu á leik fyrir frönsk ungmenni sem voru hér í fjögurra daga vísindaferð. Fréttablaðið/Pjetur Höfði að hallað Þeir sem voru í tengiflugi frá Ameríku til Evrópu og fastir í Leifsstöð voru orðnir lúnir eftir lengra ferðalag en stefnt var að. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Englandi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. „Það þýðir ekkert að pirra sig. Þetta eru bara náttúruhamfarir,“ sagði Selma Björnsdóttir söngkona sem var meðal fjölmargra sem ekki komust í flug frá landinu í gær vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Um ellefu hundruð manns voru þegar mest lét í Leifsstöð í gærmorgun en fólkinu fækkaði þar jafnt og þétt eftir því sem ljósara varð að flugvellir á áfangastöðum þess í Evrópu myndu haldast lokaðir. Með Selmu í för var söngkonan unga Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm sem var á leið í inntökupróf í leiklistarskóla í London. „Síðasti prufudagurinn er á morgun [í dag],“ sagði Hreindís, sem var enn vongóð þar sem hún stóð í röð með Selmu til að láta endurbóka flug sitt. „Það er ekkert annað hægt að gera en að taka þessu með ró. Hvað á maður að gera annað?“ sagði Selma sem sjálf er á leið í leikstjóranám í Bristol. „Ég er nú ekki í neinni hættu með það þótt ég hafi reyndar ætlað að nota helgina til að finna íbúð. Þetta kemur aðallega illa við hana sem er að fara í inntökupróf á morgun og búin að undirbúa sig og borga miða,“ sagði Selma og benti á Hreindísi. Um klukkustund síðar höfðu þær bókað flug út á sunnudag og inntökuprófið úr sögunni. Heppnin var ekki með þeim þennan dag. gar@frettabladid.is Marleen Kaag Hollenska stúlkan Marleen Kaag býr í London og var strandaglópur eftir vikufrí á Íslandi. Marleen sagðist á leið á Nordica Hotel á kostnað Icelandair. Monika Krumlová og Petr Kruml Þessi tékknesku feðgin höfðu ferðast um Ísland og Grænland og biðu þolin-móð eftir flugi til Kaupmannahafnar þaðan sem þau ætluðu heim til Prag. Gerplustelpur Hópur fimleikastúlkna, meðal annars frá Selfossi og Kópavogi, var á leið á Norðurlandamót í Finnlandi. Gerplustúlkur brugðu á leik fyrir frönsk ungmenni sem voru hér í fjögurra daga vísindaferð. Fréttablaðið/Pjetur Höfði að hallað Þeir sem voru í tengiflugi frá Ameríku til Evrópu og fastir í Leifsstöð voru orðnir lúnir eftir lengra ferðalag en stefnt var að.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira