Fótbolti

Spænskt lið með fleiri Breta í hópnum en Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Fagan, fyrrum leikmaður Man. Utd, er á meðal leikmanna Jerez Industrial.
Chris Fagan, fyrrum leikmaður Man. Utd, er á meðal leikmanna Jerez Industrial.

Spænska 3. deildarliðið Jerez Industrial gengur undir nafninu Los Ingleses eftir að félagið gerði samning við sex enska leikmenn. Þess utan eru tveir Írar í liðinu.

Leikmennirnir átta frá Bretlandseyjum hafa allir verið á mála hjá liðum á borð við Man. Utd, Bolton og Millwall.

Jerez Industrial hefur þar með fleiri Englendinga á sínum snærum en Arsenal.

Allir leikmennirnir koma í gegnum knattspyrnuskóla Glenn Hoddle á Spáni en sá skóli hjálpar leikmönnum sem var hafnað af félögum sínum á Englandi.

Industrial spilar á fyrir framan 8.000 áhorfendur á heimavelli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×