Stenst ekki skoðun 22. október 2010 06:00 Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun