Hlynur hitar upp með því að vesenast í flutningum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2010 14:00 Mynd/Daníel Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið." Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið."
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum