Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 26. mars 2010 20:51 Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8.
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira