Þér kemur það við 18. júní 2010 04:00 Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar