Ráðherrann leiðréttur aftur Gústaf Adolf Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:30 Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun