Afnám umdeildra vatnalaga 12. júní 2010 06:00 Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skúli Helgason Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun