Umfjöllun: Kristrún með stórleik í öruggum sigri Hamars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2010 20:50 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars. Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu leiknum og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Hamarsliðið hafði alltaf góð tök á leiknum þótt að baráttan Njarðvíkurliðsins hafi haldið liðinu inn í leiknum allan tímann. Njarðvík varð eins og áður sagði fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meiddist á ökkla þegar brotið var á henni í hraðaupphlaupi. Liepkalne gat ekki tekið vítin en varamaður hennar, Heiða Valdimarsdóttir, átti ágæta innkomu og skoraði fjögur fyrstu stig síns liðs. Það var þó augljóslega farið mikið bit úr Njarðvíkurliðinu við það að missa lettnesku stelpuna sem hefur verið að spila mjög vel með liðinu í vetur. Hamarskonur slitu sig frá Njarðvíkurliðinu með því að skora níu stig í röð á tveggja mínútna kafla og breyta stöðunni úr 11-10 í 20-11. Hamar var 22-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann en Njarðvík byrjaði annan leikhlutann ágætlega og náði muninum niður í fjögur stig, 26-22. Þá settu Hamarskonur tvo þrista niður í röð og munurinn var aftur kominn upp í tíu stig. Njarðvíkurliðið hélt sér áfram inn í leiknum en Hamarskonur voru alltaf skrefinu á undan. Kristún Sigurjónsdóttir endaði hálfleikinn með þriggja stiga körfu og kom Hamar tíu stigum yfir í hálfleik, 39-29. Kristún var þarna komin með 15 stig í leiknum og Jaleesa Butler státaði af tvennu með 10 sitg og 12 fráköst en hún hefði mátt nýta færin sín mun betur undir körfunni. Hamarsliðið var með leikinn í öruggum höndum í þriðja leikhlutanum og munurinn var kominn upp í 15 stig, 54-39, við lok hans. Kristrún Sigurjónsdóttir endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður tvo þrista og hóf þann fjórða með þeim þriðja og munurinn var því kominn upp í 18 stig. Shayla Fields skoraði þrettán stig fyrir Njarðvík í lokaleikhlutanum og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikslok en sigri Hamars var þó aldrei ógnað í lokaleikhlutanum. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hamars og skoraði 34 stig í leiknum þar af skoraði hún sex þriggja stiga körfur úr aðeins nýju tilraunum. Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 13 stig fyrir Hamar, Jaleesa Butler skoraði 12 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska stjórnaði leiknum vel og gaf 11 stoðsendingar. Shayla Fields var með 30 stig og 14 fráköst í liði NJarðvíkur en næst henni kom Heiða Valdimarsdóttir með 9 stig. Hamar-Njarðvík 72-58 (22-13, 17-16, 15-10, 18-19) Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Stig Njarðvíkur : Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Eyrún Líf Sigurðardóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira