Hvaða skatta á að hækka? Jón Steinsson skrifar 2. júní 2010 11:29 Nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) benda til þess að fjárlagahalli ársins í ár verði um 150 ma.kr eða 9,4% af VLF. Slíkt stenst augljóslega ekki til lengdar. Sameiginleg áætlun stjórnvalda og AGS gerir ráð fyrir því að fjárlagahallinn minnki um rúma 70 ma.kr eða um 4,5% af VLF milli áranna 2010 og 2011. Stefna stjórnvalda gerir ráð fyrir því að þetta aukna aðhald skiptist nokkuð jafnt á milli hærri skatta og lægri útgjalda. Af ummælum stjórnarherra virðist þó ætlunin að halda aftur af skattahækkunum og skera þess í stað meira niður. Það segir sig sjálft að það verður sífellt erfiðara að lækka útgjöld og hækka skatta þeim mun lengra sem gengið er. Skattar á Íslandi eru nú þegar háir í samanburði við flest önnur lönd. Þeim mun hærri sem skattar verða þeim mun meira óhagræði hlýst af því að hækka þá frekar. Það er því alveg sérstaklega mikilvægt við núverandi aðstæður að stjórnvöld kjósi að afla tekna fyrir ríkissjóð þannig að sem minnst óhagræði hljótist af. Auðlindagjald hagkvæmastLang hagkvæmasta leiðin fyrir stjórnvöld til þess að auka tekjur ríkissjóðs í dag er innheimta auðlindagjalda. Sala á afnotarétti af þjóðareignum svo sem aflaheimildum aflar tekna fyrir ríkissjóð án þess að valda þeirri óhagkvæmni sem skattlagning vinnu, neyslu eða sparnaðar veldur. Umhverfisskattar eru enn betri. Þeir draga úr mengun og auka tekjur sem er hvort tveggja af hinu góða. Við Íslendingar búum yfir meiri náttúruauðlindum miðað við höfðatölu en flestar aðrar þjóðir. Mikill uppgangur í Asíu gerir það að verkum að þessar náttúruauðlindir verða sífellt verðmætari. Þjóðin á heimtingu á eðlilegu leiguverði af þessum auðlindum þegar þær eru nýttar. Þegar horft er til þeirra skattstofna sem nú þegar eru nýttir blasir við að lang hagkvæmasta leiðin til þess að auka tekjur ríkisins er hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Matvæli bera í dag einungis 7% virðisaukaskatt (VSK). Flestar aðrar vörur bera hins vegar 25,5% VSK. Helstu rökin fyrir lágum skatti á matvæli eru að þeir sem standa verst fjárhagslega eyða stærri hluta tekna sinna í mat en þeir sem standa betur. Lágur skattur á matvæli eykur því tekjutilfærsluáhrif skattkerfisins. Úreltar heilagar kýrSá hængur er hins vegar á þessari röksemdafærslu að fjölþrepa virðisaukaskattur er óhagkvæm leið til þess að lækka skattbyrði þeirra sem verst standa fjárhagslega. Ein mikilvægasta niðurstaða skattahagfræði - sem var fyrst sett fram af Anthony Atkinson og Joseph Stiglitz árið 1976 - segir að hagkvæmasta leiðin til þess að létta sköttum af þeim sem minnst hafa milli handanna sé að hafa fjölþrepa tekjuskatt en flatan virðisaukaskatt. (Alan Auerbach (Berkeley) fjallar um þessar niðurstöður á aðgengilegan hátt í nýlegri ritgerð sem er aðgengileg á síðunni www.econ.berkeley.edu/~auerbach/pfpt_7_09.pdf) Í nýlegri breskri skýrslu eftir Ian Crawford (Oxford), Michael Keen (IMF) og Stephan Smith (University College London) er komist að þeirri niðurstöðu að Bretar geti bætt hag þeirra sem minnst hafa milli handanna þar í landi og hækkað tekjur breska ríkisins um 11 milljarða punda með því að afnema öll neðri þrep virðisaukaskattskerfisins þar í landi (það er hækka þau þannig að þau verði jafnhá hæsta þrepinu) og hækka á móti persónuafsláttinn og tekjutengdar bætur um 15%. (Crawford, I., M. Keen og S, Smith (2008): "Value Added Tax and Excises," Institute of Financial Studies, London, England, www.ifs.org.uk/mirrleesReview/publications.) Við höfum ekki efni á því að halda í úreltar heilagar kýr eins og þá hugmynd að ekki megi skattleggja mat á sama hátt og aðrar vörur. Stjórnvöld eiga að hækka virðisaukaskatt á matvæli upp í 25,5% (eða að minnsta kosti 14%) og nota hluta af þeim tekjuauka sem af hlýst til þess að lækka lægsta skattþrep tekjuskattskerfisins og hækka persónuafsláttinn. Slík aðgerð mun bæta hag þeirra sem minnst hafa milli handanna og auka tekjur ríkisins. Afnemum óhagkvæma skattaStjórnvöld ættu raunar að ganga lengra í því að draga úr óhagkvæmri skattlagningu. Þau ættu til dæmis tvímælalaust að afnema stimpilgjöld. Þá ættu þau að breyta skattlagningu á fjármagnstekjur þannig að hún taki tillit til breytinga á verðlagi. Í dag borga menn skatta af nafnávöxtun fjáreigna. Þetta þýðir að þeir geta þurft að borga verulegan fjármagnstekjuskatt þótt raunávöxtun þeirra sé neikvæð. Í landi þar sem verðbólga er bæði há og óstöðug er fjármagnstekjuskattur á nafnávöxtun hrikalegur skattur sem er oft í engu samræmi við þann ábata sem menn hafa af fjárfestingum sínum. Skattar munu án efa þurfa að hækka á næstu árum. En stjórnvöld hafa val um hvaða skatta þau hækka og hvaða skatta þau lækka. Óhagræðið sem hlýst af aukinni skattlagningu mun ráðast af því hvað þau velja. Í dag eru til staðar risastór sóknarfæri hvað það varðar að minnka óhagræðið sem hlýst af skattheimtu á Íslandi. Þessi sóknarfæri verður að nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) benda til þess að fjárlagahalli ársins í ár verði um 150 ma.kr eða 9,4% af VLF. Slíkt stenst augljóslega ekki til lengdar. Sameiginleg áætlun stjórnvalda og AGS gerir ráð fyrir því að fjárlagahallinn minnki um rúma 70 ma.kr eða um 4,5% af VLF milli áranna 2010 og 2011. Stefna stjórnvalda gerir ráð fyrir því að þetta aukna aðhald skiptist nokkuð jafnt á milli hærri skatta og lægri útgjalda. Af ummælum stjórnarherra virðist þó ætlunin að halda aftur af skattahækkunum og skera þess í stað meira niður. Það segir sig sjálft að það verður sífellt erfiðara að lækka útgjöld og hækka skatta þeim mun lengra sem gengið er. Skattar á Íslandi eru nú þegar háir í samanburði við flest önnur lönd. Þeim mun hærri sem skattar verða þeim mun meira óhagræði hlýst af því að hækka þá frekar. Það er því alveg sérstaklega mikilvægt við núverandi aðstæður að stjórnvöld kjósi að afla tekna fyrir ríkissjóð þannig að sem minnst óhagræði hljótist af. Auðlindagjald hagkvæmastLang hagkvæmasta leiðin fyrir stjórnvöld til þess að auka tekjur ríkissjóðs í dag er innheimta auðlindagjalda. Sala á afnotarétti af þjóðareignum svo sem aflaheimildum aflar tekna fyrir ríkissjóð án þess að valda þeirri óhagkvæmni sem skattlagning vinnu, neyslu eða sparnaðar veldur. Umhverfisskattar eru enn betri. Þeir draga úr mengun og auka tekjur sem er hvort tveggja af hinu góða. Við Íslendingar búum yfir meiri náttúruauðlindum miðað við höfðatölu en flestar aðrar þjóðir. Mikill uppgangur í Asíu gerir það að verkum að þessar náttúruauðlindir verða sífellt verðmætari. Þjóðin á heimtingu á eðlilegu leiguverði af þessum auðlindum þegar þær eru nýttar. Þegar horft er til þeirra skattstofna sem nú þegar eru nýttir blasir við að lang hagkvæmasta leiðin til þess að auka tekjur ríkisins er hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Matvæli bera í dag einungis 7% virðisaukaskatt (VSK). Flestar aðrar vörur bera hins vegar 25,5% VSK. Helstu rökin fyrir lágum skatti á matvæli eru að þeir sem standa verst fjárhagslega eyða stærri hluta tekna sinna í mat en þeir sem standa betur. Lágur skattur á matvæli eykur því tekjutilfærsluáhrif skattkerfisins. Úreltar heilagar kýrSá hængur er hins vegar á þessari röksemdafærslu að fjölþrepa virðisaukaskattur er óhagkvæm leið til þess að lækka skattbyrði þeirra sem verst standa fjárhagslega. Ein mikilvægasta niðurstaða skattahagfræði - sem var fyrst sett fram af Anthony Atkinson og Joseph Stiglitz árið 1976 - segir að hagkvæmasta leiðin til þess að létta sköttum af þeim sem minnst hafa milli handanna sé að hafa fjölþrepa tekjuskatt en flatan virðisaukaskatt. (Alan Auerbach (Berkeley) fjallar um þessar niðurstöður á aðgengilegan hátt í nýlegri ritgerð sem er aðgengileg á síðunni www.econ.berkeley.edu/~auerbach/pfpt_7_09.pdf) Í nýlegri breskri skýrslu eftir Ian Crawford (Oxford), Michael Keen (IMF) og Stephan Smith (University College London) er komist að þeirri niðurstöðu að Bretar geti bætt hag þeirra sem minnst hafa milli handanna þar í landi og hækkað tekjur breska ríkisins um 11 milljarða punda með því að afnema öll neðri þrep virðisaukaskattskerfisins þar í landi (það er hækka þau þannig að þau verði jafnhá hæsta þrepinu) og hækka á móti persónuafsláttinn og tekjutengdar bætur um 15%. (Crawford, I., M. Keen og S, Smith (2008): "Value Added Tax and Excises," Institute of Financial Studies, London, England, www.ifs.org.uk/mirrleesReview/publications.) Við höfum ekki efni á því að halda í úreltar heilagar kýr eins og þá hugmynd að ekki megi skattleggja mat á sama hátt og aðrar vörur. Stjórnvöld eiga að hækka virðisaukaskatt á matvæli upp í 25,5% (eða að minnsta kosti 14%) og nota hluta af þeim tekjuauka sem af hlýst til þess að lækka lægsta skattþrep tekjuskattskerfisins og hækka persónuafsláttinn. Slík aðgerð mun bæta hag þeirra sem minnst hafa milli handanna og auka tekjur ríkisins. Afnemum óhagkvæma skattaStjórnvöld ættu raunar að ganga lengra í því að draga úr óhagkvæmri skattlagningu. Þau ættu til dæmis tvímælalaust að afnema stimpilgjöld. Þá ættu þau að breyta skattlagningu á fjármagnstekjur þannig að hún taki tillit til breytinga á verðlagi. Í dag borga menn skatta af nafnávöxtun fjáreigna. Þetta þýðir að þeir geta þurft að borga verulegan fjármagnstekjuskatt þótt raunávöxtun þeirra sé neikvæð. Í landi þar sem verðbólga er bæði há og óstöðug er fjármagnstekjuskattur á nafnávöxtun hrikalegur skattur sem er oft í engu samræmi við þann ábata sem menn hafa af fjárfestingum sínum. Skattar munu án efa þurfa að hækka á næstu árum. En stjórnvöld hafa val um hvaða skatta þau hækka og hvaða skatta þau lækka. Óhagræðið sem hlýst af aukinni skattlagningu mun ráðast af því hvað þau velja. Í dag eru til staðar risastór sóknarfæri hvað það varðar að minnka óhagræðið sem hlýst af skattheimtu á Íslandi. Þessi sóknarfæri verður að nýta.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar