Ármann Kr. Ólafsson: Sammála og ósammála 19. maí 2010 09:28 Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun