Körfubolti

Pavel: Vöknum í framlengingunni og klárum dæmið

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við gerðum okkur þetta allt of erfitt fyrir,"sagði Pavel Ermolinskij ,leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld.

„Þetta er bara orðin allt of gömul saga hjá okkur að ná ekki að halda forystunni. Við komust tuttugu stigum yfir í leiknum en hleypum þeim samt aftur inn í leikinn. Við verðum bara að vinna í einbeitingunni hjá okkur og þá á þetta að vera í lagi," sagði Pavel.

„Við vorum algjörlega með leikinn í hendi okkar í fyrri hálfleik og vorum að spila á okkar hraða. Þeir áttu enginn svör við leik okkar í byrjun en þegar þeir fara aðeins að sýna klærnar þá föllum við allt of mikið til baka og þeir komast inn í leikinn. Síðan í framlengingunni þá vöknum við og náum að klára leikinn," sagði Pavel.

Það sem skilaði sigrinum hjá KR-ingum í kvöld var að liðið virtist vera í fínu formi. Hrafn Kristjánsson ,þjálfari liðsins, náði að dreifa álaginu mikið, en allir leikmenn KR komu við sögu í leiknum.

„Ég ætla að leyfa mér að segja að við séum með breiðasta hópinn í deildinni og við erum að nýta okkur það. Menn komu sumir vel hvíldir inn í leikinn í framlengingunni og það gaf okkur ákveðið forskot,"sagði Pavel sáttur eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×