Lýðræði er grundvallarréttur 23. mars 2010 06:00 Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Sem kunnugt er skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, reglulega hugleiðingar í Fréttablaðið. Þar víkur hann oft að grundvallaratriðum. Honum er lítt að skapi sú „lýðræðistíska“ sem hann kallar svo, að færa vald fulltrúaþings beint í hendur þjóðarinnar. Fulltrúalýðræði á m.ö.o. ekki að víkja fyrir beinu lýðræði. Með fyrirvara þó: „Þjóðaratkvæðagreiðslur samrýmast að sjálfsögðu fulltrúalýðræði ef mál eru lögð fyrir þjóðina þannig að hún ráði þeim til endanlegra og fullra lykta…“ Dæmi: Samningur um inngöngu í Evrópusambandið. Fram hefur komið að ÞP þykir öðru máli gegna um Icesave, þar hafi verið kosið um áfanga á vegferð. Ef þetta er vandamálið væri hægt að kippa því í liðinn með því að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu eða svo oft sem þörf er á. Það er þó ekki sáluhjálparatriði í mínum huga nema að þjóðin krefðist þess. Það er mergurinn málsins, hver hin lýðræðislega krafa er. Fjórðungur kosningabærra manna krafðist þess að fá aðkomu að Icesave-ferlinu. Sú krafa náði réttilega fram að ganga. Í mínum huga á grundvallarreglan að vera sú, að meirihlutavilji ráði um almenna stefnumótun og breytir þar engu óskoraður réttur minnihluta til orða og æðis svo fremur það valdi ekki öðrum tjóni. Af praktískum ástæðum höfum við síðan komið á fót fulltrúalýðræði. En rétt minn til að ráða mínu lífi hef ég framselt með fyrirvara í hendur fulltrúa minna á þingi. Ef ég vil kalla þann rétt beint til mín og taka ákvörðun milliliðalaust, þá á ég að geta gert það óháð því hvað þingið vill. Eina skilyrðið er að nógu margir séu sama sinnis. Eðli máls samkvæmt er líklegt að fulltrúaþingið verði alltaf ósátt við ákvörðun mína, einfaldlega vegna þess að ákvörðunarvaldið kalla ég til mín þegar mér finnst fulltrúalýðræðið bregðast. Þorsteinn Pálsson kallar þetta tískuhugsun. Mér finnst þetta snúast um sjálfan grundvöll lýðræðisins. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar