Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða 4. desember 2010 08:30 Herþoturnar farnar. Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb Fréttir WikiLeaks Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira