Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða 4. desember 2010 08:30 Herþoturnar farnar. Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb Fréttir WikiLeaks Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira