Launalækkanir í heilbrigðisþjónustu 23. júní 2010 06:00 Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun